Aðalfundur Neytendasamtakanna 2021 verður haldinn laugardaginn 30. október nk. frá kl. 10-12.
Fundurinn verður haldinn í Guðrúnartúni 1 á fyrstu hæð.
Ekki fer fram formannskjör þar sem formaður var kjörinn til tveggja ára á síðasta aðalfundi en kjósa þarf sex stjórnarmenn. Framboð til stjórnar skulu berast fyrir 15. september á netfangið ns@eldri.ns.is.
Allir skuldlausir félagar geta boðið sig fram.
Fundargögn
Dagskrá aðalfundar 2021
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna:
- 10:00 Kjör fundarstjóra og ritara fundarins.
- 10:10 Skýrsla stjórnar um starfsemi samtakanna og rekstur þeirra á liðnu starfsári.
- 10:30 Endurskoðaðir reikningar ársins 2020 lagðir fram til afgreiðslu og samþykktar.
- 10:45 Rekstraráætlun til næstu áramóta og drög fyrir næsta starfsár lögð fram.
- 11:00 Stefnumótun og ályktanir sem liggja fyrir aðalfundinum.
- 11:20 Kjör stjórnarmanna.
- 11:25 Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og kjör þriggja manna kjörnefndar.
- 11:30 Ný stjórn tekur við.
- 11:35 Önnur mál.
- 12:00 Fundarlok.
Skyringar með dagskrá
Ath. tímasetningar eru einungis til viðmiðunar og geta riðlast.
1. Stjórn leggur til að Mörður Árnason taki að sér fundarstjórn og Einar Bjarni Einarsson ritarastörf.
6. Sjálfkjörið er í stjórn samtakanna og ekki fer fram formannskjör í ár.
Stjórnarmenn í kjöri 2021 til 2023:
Gunnar Alexander Ólafsson
Hildigunnur Hafsteinsdóttir
Liselotte Widing
Sigurður Másson
Þórarinn Stefánsson
Stefán Hrafn Jónsson
Stjórnarmenn kjörnir 2020 til 2022:
Auður Alfa Ólafsdóttir
Guðjón Sigurbjartsson
Guðmundur Gunnarsson
Helga Margrét Marzellíusardóttir
Pálmey Helga Gísladóttir
Sigurlína G Sigurðardóttir
7. Stjórn leggur til kjörnefnd skipi Jónas Guðmundsson, Ása Atladóttir og Einar Bjarni Einarsson og að skoðunarmenn reikninga verði Þuríður Hjartardóttir og Þórey S. Þóreysdóttir, skoðunarmenn til vara verði Hólmfríður Sveinsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.