Koffíndrykkir
UMHVERFI OG MATVÆLI > AUKEFNI Í MAT | KOFFÍNDRYKKIR | MATARSÓUN | MERKINGAR | JARÐHEILSUFÆÐI | PLAST | TEXTÍLL
Sterkir koffíndrykkir (einnig kallaði orkudrykkir) flæddu inn á íslenska markaðinn eftir að reglum var breytt árið 2008. Neysla á þessum drykkjum meðal ungmenna er með því mesta sem gerist.
Samkvæmt núgildandandi reglum er skylt að merkja á umbúðir „Inniheldur mikið koffín“ ef koffínmagnið er meira en 150mg/l. Einnig eru varúðarmerkingar á sumum drykkjum þar sem fram kemur að þeir séu ekki ætlaðir börnum, þunguðum konum eða viðkvæmum. Ekki er þó skylt að hafa þessar merkingar á framan á umbúðum eins og eðlilegt væri og lengi vel var ekki einu sinni skylt að hafa varúðarmerkinguna á íslensku.
Neytendasamtökin sendu stjórnvöldum erindi á sínum tíma og hvöttu til þess að reglum yrði breytt þannig að skylt verði að hafa varúðarmerkingu framan á vöru og á íslensku. Samtökin fengu þau svör að verið væri að endurskoða reglurnar og að tillit yrði tekið til athugasemda NS.Neytendasamtökin sendu einnig erindi á Landlækni árið 2009 og fóru fram á að embættið myndi beita sér fyrir því að þau tilfelli sem rekja mætti til neyslu koffíndrykkja yrðu skráð. Ekki var talin ástæða til þess.
Á málþingi sem Matvælastofnun stóð fyrir árið 2019 kom fram að neysla framhaldsskólanema á koffíndrykkjum jókst um 150 prósent á tveimur árum. Árið 2016 sögðust 22% framhaldsskólanema neyta orkudrykkja daglega er árið 2018 var hlutfallið komið upp í 55%. Neysla koffíndrykkja hefur margvísleg neikvæð áhrif á líkamann enda er koffín ávanabindandi og getur meðal annars truflað svefn. Þá getur verið erfitt að venja sig af koffíndrykkjaneyslu þar sem fráhvarfseinkenni geta verið veruleg.