Kaup á vöru

Þegar neytandi kaupir vöru af fyrirtæki gilda ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Neytendur eiga þannig betri rétt en þegar t.d. einstaklingur kaupir af einstaklingi eða þegar fyrirtæki kaupir af fyrirtæki. Með neytenda er átt við einstakling sem kaupir söluhlut utan atvinnustarfsemi af seljanda þegar seljandi hefur atvinnu sína af sölunni.

Ýmis vandamál geta komið upp við kaup á vörum og hér má nálgast upplýsingar um ýmis álitaefni.

Fréttir

Neytendafréttir og greinar um vörur og þjónustu