Ályktun frá stjórn
Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 25 nóvember 2018.
Í ljósi nýlegs dóms Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að bann við innflutningi á ferskri kjötvöru, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins skorar stjórn samtakanna á nýja ríkisstjórn að gera nauðsynlegar ráðstafanir hið fyrsta til að framfylgja dómnum. Jafnframt skorar stjórn NS á innflutningsaðila og heildsala að tryggja upprunamerkingar og heilnæmi matvara. Þó svo að samkeppni sé af hinu góða má hún ekki bitna á öðrum hagsmunum neytenda.