Evrópsk samstaða um lyf á viðráðanlegu verði
Neytendasamtök, sjúklingasamtök og önnur samtök sem láta sig heilbrigðismál varða hafa myndað samstöðuhóp sem kallar eftir nýju kerfi ábyrgra rannsókna og þróunar á lyfjum og því að lyf séu á viðráðanlegu verði. Þetta á ekki síst við um ný lyf og þegar önnur meðferð er ekki í boði. Þar má nefna lyf vegna alnæmis, krabbameins og lifrarbólgu C. Í yfirlýsingu hópsins er bent á að verð nýrra lyfja sem háð eru einkaleyfum hækki ár frá ári, sem sé þungbært fjárhagslega, bæði fyrir einstaklinga og heilbrigðiskerfi einstakra ríkja. Neytendasamtökin eiga aðild að samstöðuhópnum. Með því að smella hér má sjá áskorunina í heild sinni á ensku.