Nýr málskotssjóður fyrir lántaka
Samtök fjármálafyrirtækja hafa sett á laggirnar sérstakan málskotssjóð í tengslum við úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Neytendasamtökin geta sótt fjármuni úr sjóðnum til að greiða kostnað vegna dómsmáls ef talið er úrskurðir geti haft víðtækt foræmisgildi.
Telji neytandi og Neytendasamtökin að einstaka úrskurðir geti haft víðtæk áhrif og að réttast sé að fá úr málinu skorið fyrir dómstólum, geta Neytendasamtökin óskað eftir greiðslu beins kostnaðar af málarekstrinum fyrir hönd sóknaraðila úr málskotssjóðnum.
Telji fjármálafyrirtæki að einstaka úrskurðir, sem fallið hafa gegn því, geti haft slík víðtæk áhrif að réttast sé að fá úr málinu skorið fyrir dómstólum, geta Neytendasamtökin fyrir hönd varnaraðila óskað eftir greiðslu beins kostnaðar hans af málarekstrinum úr málskotssjóðnum.
Heildargreiðslur úr málskotssjóðnum geta að hámarki numið 1,5 mkr. á árinu 2021. Er sjóðurinn settur á laggirnar til reynslu og verður mat lagt á framkvæmd, markmið og umfang í árslok 2021. Það er von Neytendasamtakanna að framhald verði á, enda miklir hagsmunir í húfi, að fá niðurstöðu dómstóla málum sem hafa víðtækt forrdæmisgildi.
Neytendasamtökin fagna ákvörðun Samtaka fjármálafyrirtækja um stofnun málskotssjóðsins og hafa tilkynnt Samtökum fjármálafyrirtækja að fjármunir ársins verði nýttir til reksturs Vaxtamálsins.
Hér er að finna tilkynningu Samtaka fjármálafyrirtækja um málsskotssjóðinn.