Af hverju er verðlag á Íslandi svona hátt?
Verðlagseftirlitið og Neytendasamtökin efna til morgunverðarfundar um verðlag á matvöru á Íslandi. Yfirskrift fundarins er:
Af hverju er verðlag á matvöru á Íslandi svona hátt?
– Og hvað getum við gert í því?
Málþingið verður haldið í salnum Gullfossi á Fosshótelinu Þórunnartúni 1 þann 14. Mars kl. 08:30-10:30.
Léttur morgunmatur verður í boði frá kl. 08:00
Frummælendur:
08:30 – Inngangur
Henný Hinz, aðalhagfræðingur Alþýðusambands Íslands
08:40 – Tækifæri í rekstri dagvöruverslana
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
08: 55 – Kostnaður neytenda af innflutningshöftum
Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
09:10 – Ytri áhrifaþættir á verðmyndun
Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
09: 25 – Vítahringur verðhækkana á veitingum
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea
09: 40 – Hvernig getum við bætt hag neytenda
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
09:55-10:25 – Pallborðsumræður
Í pallborði verða:
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Aðgangur er ókeypis en við biðjum fólk um að skrá sig hér: https://www.asi.is/um-asi/utgafa/skraning/
Allir velkomnir!
ATH: Bein útsending verður af fundinum auk þess sem hann verður tekinn upp.
Hægt er að finna nánari upplýsingar á Facebook síðu fundarins hér.