Ályktun stjórnar vegna skipunar starfshóps
Stjórn Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hvernig staðið er að skipun starfshóps sem skoðar breytingu á stofnanaumgjörð samkeppnis- og neytendamála á Íslandi. Óásættanlegt er að fulltrúi atvinnulífs fái sæti í nefndinni, en horft sé fram hjá neytendum líkt og samkeppnis og neytendamál komi þeim ekki við. Stjórn Neytendasamtakanna gerir kröfu um sæti við borðið til að tryggja að raddir og sjónarmið neytenda komi fram.