Hollvinur Neytendasamtakanna
Vertu hollvinur Neytendasamtakanna
og nældu þér í skattaafslátt!
Neytendasamtökin hafa í 70 ár barist fyrir auknum rétti neytenda og spornað við yfirburðastöðu valdhafa, sérhagsmunahópa og fyrirtækja. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félagsmanna. Nú er hægt að styðja enn frekar við samtökin með því að gerast hollvinur Neytendasamtakanna og fá jafnframt skattafslátt í formi lækkunnar á útsvars- og tekjuskattstofni allt að 350.000 kr. hjá einstaklingi og 700.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Neytendasamtökin sjá um að koma upplýsingum til Skattsins og þær birtast sjálfkrafa á rafrænu framtali hvers árs. Sjá nánar hér.
Fyrirtæki (og rekstraraðilar) geta líka gerst hollvinir og nemur frádráttur þeirra allt að 1,5% af rekstrartekjum. Sjá nánar hér.
Dæmi um afslátt:
Einstaklingur eða hjón í miðskattþrepi, sem styrkja Neytendasamtökin um 100.000 fá skattaafslátt sem nemur 37.950 kr.
Fyrirtæki sem styrkir Neytendasamtökin um 500.000 fá skattaafslátt sem nemur 100.000, miðað við 20% almennt skattþrep.
—
Með því að fylla út formið hér fyrir neðan gerist þú hollvinur Neytendasamtakanna. Hægt er að velja um að greiða í eitt skipti eða árlega og er framlagið frjálst. Allar upplýsingar eru trúnaðarmál og verða ekki afhentar þriðja aðila (með þeirri undantekningu að við sendum Skattinum upplýsingar um kennitölu og upphæð til að gera skattafrádrátt mögulegan). Þú skráir þig og við sjáum um rest!