Neytendablaðið komið út
Nýtt Neytendablað ætti að hafa borist félagsmönnum, 1 tbl 2019. Í blaðinu er að finna alls kyns fróðleik sem enginn neytandi ætti að láta fram hjá sér fara. Við fjöllum meðal annars um Procar málið, gjaldheimtu í Vaðlaheiðagöng, áhugaverðar vefsíður, rafrænt líf eftir dauðann, átta grundvallarréttindi neytenda, alþjóðadag neytenda, fatasóun og ferðamál. Rakel Garðarsdóttir baráttukona er tekin tali og spyrjum nokkra valin kunna neytendur spjörunum úr. Ef blaðið berst ekki félagsmönnum viljum við gjarnan fá að vita af því, sendið okkur línu á ns@eldri.ns.is