Neytendablaðið komið út
Neytendablaðið 2 tbl ætti að berast in um lúgu félagsmanna þessa dagana. Blaðið er að vanda stútfullt af mikilvægum neytendafróðleik. Fjallað er m.a. um smálánafarganið, innheimtu á gömlum tölvupósthólfum, skyldumætingarkröfu Icelandair, áskoranir við avókadóræktun, verðmerkingar á heilbrigðisstofnunum, jarðheilsufæði, fatasóun, tyggjófullyrðingar og þá eru fyrstu 15 ár í sögu Neytendasamtakanna rifjuð upp.
Við biðjum þá félagsmenn sem ekki fá blaðið á næstu dögum að senda okkur ábendingu á ns@eldri.ns.is