Aðalfundur NS
Aðalfundur Neytendasamtakanna 2021 verður haldinn laugardaginn 30. október.
Ekki fer fram formannskjör á fundinum þar sem formaður var kjörinn til tveggja ára á síðasta aðalfundi en kosið verður um sex stjórnarmenn. Framboð til stjórnar skulu berast fyrir 15. september á netfangið ns (hjá)ns.is. Allir skuldlausir félagar geta boðið sig fram.
Nánari upplýsingar um aðalfund verða veittar þegar nær dregur.