Ályktun: Virk samkeppni þarfnast virks eftirlits
Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 12. desember:
Stjórn Neytendasamtakanna krefst þess að þingmenn tryggi fjárframlög til eftirlits á neytendamarkaði. Framlög til Samkeppniseftirlitsins hafa lækkað um tugi prósenta á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnin þess hafa aukist.
Nýleg dæmi um alvarleg og langvarandi samkeppnislagabrot sýna fram á mikilvægi þess að Samkeppniseftirlitið fái starfað sem skyldi og réttara væri að spýta í lófana fremur en að draga mátt úr því. Nái tillögur um áframhaldandi niðurskurð fram að ganga mun ábati neytenda og fyrirtækja af samkeppniseftirliti skerðast verulega.
Rétt er að minna á að virk samkeppni þarfnast virks eftirlits!