Gæðakönnun á snjall- og heilsuúrum
Ekki er ýkja langt síðan snjall- og heilsuúr komu fyrst á markað en vinsældir þessara tækja eru miklar og því spáð að þær fari enn vaxandi. Neytendasamtökin birta hér gæðakönnun á snjall- og heilsuúrum sem unnin er af ICRT (International Research and Testing) sem Neytendasamtökin eiga aðild að.
Ýmsar prófanir eru gerðar á tækjunum og þeim gefin einkunn eftir frammistöðu. Með þessu móti er einfalt að bera saman verð og gæði. Við hvetjum neytendur til að skoða markaðinn vel hér á landi sem og hvaða vörur er hægt að kaupa á netinu. Eflaust eru einhverjir í þeim hugleiðingum að setja snjall- eða heilsuúr í jólapakkann og við vonum að kannanirnar hjálpi þeim sem eru að leita eftir hinni fullkomnu snjall/heilsuúra gjöf.
Þetta er fjórða könnunin sem Neytendasamtökin birta á þessu ári eftir að við tókum upp þráðinn aftur í samstarfi við ICRT, en áður hafa verið birtar gæðakannanir á snjallsímum, klósetthreinsi og ryksuguróbotum. Hægt er að nálgast allar gæðakannanirnar hér. Kannanirnar eru opnar öllum á vefnum en von bráðar munu þær og aðrar aðeins verða aðgengilegar fyrir félagsmenn. Við hvetjum því þá sem hafa áhuga á gæðakönnunum – og vilja styðja við neytendastarf samtakanna – að gerast félagsmenn hér.