Þing NS
Þing Neytendasamtakanna verður haldið laugardaginn 27 október næstkomandi í Akóges salnum Lágmúla 4. Allir skuldlausir félagsmenn hafa rétt til þátttöku á þinginu svo framarlega sem þeir skrái þátttöku sína í síðasta lagi 20. október. Þinginu verður streymt þannig að þeir sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn geta fylgst með á netinu og tekið þátt eftir atvikum. Gert er hlé á þingi á meðan kosningar fara fram og er fundi framhaldið á sunnudeginum í húsakynnum Neytendasamtakanna.
Hægt er að skrá sig á þingið hér
Skráningu á þingið lýkur á miðnætti 20 október, viku fyrir þingið. Tekið skal fram að greiðsla félagsgjalda verður ekki möguleg á þinginu sjálfu enda skulu þingfulltrúar vera skuldlausir viku fyrir þing. Síðasti frestur til að greiða félagsgjald er á miðnætti 20 október. Nýir félagsmenn sem ekki hafa fengið greiðslueðil viku fyrir skráningu þurfa að greiða félagsgjald með millifærslu á reikning samtakanna; 0526 – 14 – 603534 og kt: 480269-0559
Kosning til formanns og stjórnar er rafræn og allir þingfulltrúar hafa rétt til að kjósa.
Þingið haldið í Akóges salnum, Lágmúla 4
Fyrirhugað var að halda þingið í Rúgbrauðsgerðinni og hafði fengist staðfesting frá leigusala, en vegna sölu á salnum verður ekki af því. Þingið verður því haldið í Akóges salnum Lágmúla 4, 3. hæð. Þinginu ferður framhaldið á sunnudeginum 28. október en þá í höfuðstöðvum samtakanna að Hverfisgötu 105. Þá munu liggja fyrir úrslit kosninga.