Merkingar

UMHVERFI OG MATVÆLI >  AUKEFNI Í MAT | KOFFÍNDRYKKIR | MATARSÓUN | MERKINGAR | JARÐHEILSUFÆÐI | PLAST | TEXTÍLL

Merkingar-2

Skrárgatið merki

Skráargatið

Matvörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar magn sykurs, salts, fitu og trefja Markmið með merkingingunni er að auðvelda neytendum að velja hollari matvörur. Skráargatið hefur verið notað í Svíþjóð frá árinu 1989 en er nú orðið samnorrænt.

Sjá nánar um Skráargatið á vef landlæknis
Smiley merkin

Smiley-kerfið

Neytendasamtökin hafa kallað eftir því að Ísland fari að dæmi Dana og innleiði Smiley-kerfið. Smiley-kerfið, eða broskarlakerfið, gengur í stuttu máli út á að eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa vegna fyrirtækis sem höndlar með matvæli (s.s. veitingahús, pylsuvagnar, bakarí, mötuneyti, krár o.s.frv.) eru gerðar opinberar.

Eftir hverja heimsókn eru skýrslur hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niðurstöðuna. Markmiðið er að upplýsa neytendur um það hversu vel fyrirtæki, sem selja og framleiða matvæli, fylgja lögum og reglum og auðvelda neytendum að taka upplýsta ákvörðun. Opinber birting upplýsinga gerir það líka að verkum að fyrirtækin eru vakandi og matvælaöryggið eykst.

Danir hafa góða reynslu af smiley-kerfinu en þeir eru fyrsta þjóðin sem innleiðir slíkt kerfi á landsvísu. Upplýsingar um niðurstöðurnar eru á heimasíðu sem allir geta skoðað. Sjá: FindSmiley.dk

Neytendasamtökin hafa hvatt stjórnvöld til að innleiða samskonar kerfi hér enda eigi neytendur rétt á að sjá hvenær síðasta úttekt heilbrigðisfulltrúa hefur átt sér stað og hver niðurstaða hennar var.

Upplýsingar um Smiley kerfið á findsmiley.dk

Næringarmerki

 

Skiljanlegar og aðgengilegar upplýsingar um næringargildi matvæla eru afar mikilvægar fyrir neytendur og auðveldar þeim að taka upplýsta ákvörðun. Þær merkingar sem er skylt að setja á umbúðir matvæla um næringargildi, og nær alltaf aftan á umbúðir, geta hins vegar verið illskiljanlegar fyrir marga.

Ný næringarmerking framan á umbúðir, NutriScore, eða „næringarskor“, hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Upplýsingum um næringargildi vöru er komið til skila með því að gefa matvöru eina „einkunn“ frá A til E. Til að hnykkja á boðskapnum er hollasti kosturinn grænn og sá óhollasti rauður en rannsóknir sýna að skilaboðin komast betur til skila ef notast er við liti. Aðferðin er í einföldu máli sú að mæla jákvæð næringaráhrif (magn trefja, próteins, ávaxta, grænmetis og hnetu) og neikvæð áhrif (magn sykurs, mettaðrar fitu og salts) auk hitaeiningafjölda. Stig eru gefin fyrir jákvæða og neikvæða þætti og með ákveðinni reikniaðferð er einkunnin fundin út. Nánar um aðferðina á https://nutriscore.colruytgroup.com

 

Allar matvörur falla undir NutriScore-kerfið, að áfengi, kaffi og te undanskildu sem og barnamat fyrir börn yngri en þriggja ára.

Matvara merkt með A á grænum grunni þýðir bestu einkunn þegar horft er til allra næringarþátta. Matvöru með D-merkingu ætti að neyta í hófi.

nutriscore

Neytendafréttir tengdar matvælum