Netsvik – Hver ber ábyrgðina?
Í kjölfar fjölmiðlaumræðu um netsvikamál og spurningar um ábyrgð, vilja Neytendasamtökin árétta að í sumum tilfellum gætu bankarnir verið skyldugir til að bæta þeim tjónið sem fyrir svikunum verða. Farið var yfir þetta í grein sem birt var um miðjan nóvember síðastliðinn.
Sértu í vafa hvort það eigi við um þig eða einhvern sem þú þekkir, skaltu hafa samband við okkur og við hjálpum þér að ná fram rétti þínum.
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félagsmanna. Því fleiri félagar, þeim mun öflugri samtök. Gerast félagi.