Nýtt Neytendablað
Fyrsta tölublað ársins er komið út og ætti að berast félagsmönnum á næstu dögum. Blaðið er fjölbreytt að vanda og gæðakannanir líta aftur dagsins ljós. Að þessu sinni eru birtar gæðakannanir á farsímum og klósetthreinsi. Af öðru má nefna ítarlega umfjöllun um fasteignakaup, vaxtamálið er útskýrt og félagsmenn hvattir til þátttöku, fjallað er um varasöm efni í snyrtivörum, erfiðeika við að segja upp áskriftarsamningum, falsumsagnir sem ber að varast og svo er þeirri spurning svarað hvort síminn sé að hlera þig.
Ef þú ert ekki þegar félagsmaður er auðvelt að kippa því í liðinn, sjá hér