Skammarkrókurinn

Neytendasamtökin fylgjast grannt með úrskurðum Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og lista nefndarinnar yfir seljendur sem hafa tilkynnt kærunefndinni að þeir uni ekki úrskurði hennar. Neytendasamtökin, hafa samband við seljanda og hvetja hann til að una úrskurði nefndarinnar. Verði hann ekki við því innan tilskilins frests birta samtökin nafn seljanda.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er skipuð fulltrúum atvinnulífsins, neytenda og ráðuneytis. Neytendur geta lagt ágreiningsmál við seljendur fyrir nefndina og fengið skjóta úrlausn mála sinna utan dómstóla.

Langflest fyrirtæki fylgja niðurstöðu nefndarinnar en það er þó ekki algilt. Frá því nefndin tók til starfa hafa nokkur valið að hlíta ekki úrskurði nefndarinnar. Oftast er um að ræða það lágar upphæðir, frá fáum tugum þúsunda upp í fáein hundruð þúsunda, að ekki tekur því fyrir neytendur að fara með málin fyrir dómstóla, þrátt fyrir að þau myndu að öllum líkindum vinnast.

Kærunefndin birtir nöfn þessara fyrirtækja í einungis eitt ár og hverfa þau síðan af listanum. Nöfn fyrirtækjanna eru birt hér að neðan neytendum til varnaðar. Samtökin hvetja jafnframt forsvarsmenn fyrirtækjanna að fylgja úrskurðum kærunefndarinnar. Þangað til verða þau í skammarkróknum. Fyrirtækin sem ekki hafa unað úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa eru:

CC Bílaleiga ehf. kt. 640907-0610 í máli nr. 106/2022 ber að greiða 10.782 evrur.

CC Bílaleiga ehf. kt. 640907-0610 í máli nr. 78/2022 ber að greiða 71.300 kr.

Toppnet ehf. kt. 500595-2139 í máli nr. 57/2022 viðurkenndur réttur til að rifta kaupum á bifreið.

Tól og tæki sf. kt. 5403051290 (Ehjól) í máli 73/2022 ber að greiða 521.400 kr.

CC Bílaleiga ehf., kt. 640907-0610 í máli nr. 21/2022. Ber að greiða 73.900 krónur.

Bílver ós, kt. 640320-0870 í máli nr. 135/2021. Ber að greiða 26.399 krónur.

RP Lausnir ehf., kt. 660820-0860 í máli nr. 74/2021. Ber að greiða 353.215 krónur.

CC Bílaleiga ehf., kt. 640907-0610 í máli nr. 117/2021. Ber að greiða 215.095 krónur.

Nordic Car rental ehf., kt. 551111-0320 í máli nr. 65/2021. Ber að greiða 55.000 krónur.

Tryggingar og ráðgjöf ehf., kt. 560500-3190 í máli nr. 30/2021. Ber að greiða 342.221 krónur.

CC Bílaleiga ehf., kt. 640907-0610 í máli nr. 113/2020. Ber að greiða 166.500 krónur.

Geri Allt slf., kt. 420615-0860  í máli nr. 142/2020. Ber að greiða 1.042.252 krónur.

Camper Iceland ehf., kt. 460509-1060 í máli nr. 2/2021. Ber að greiða 4.496,08 evrur.

Seljandi hefur ávallt tækifæri til að fara af listanum með því að una úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa með sannanlegum hætti og tilkynna það Neytendasamtökunum með tölvupósti ns@eldri.ns.is. Seljandi sem ekki hlítir úrskurði nefndarinnar og höfðar mál fyrir fyrir dómstólum um ágreininginn skal aðgreindur frá öðrum í skammarkróknum.

Illa verðmerkt og villandi tilboðskjör

Ár hvert gefur Neytendastofa út fjölda ákvarðana vegna brota á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, reglum um verðmerkingar og reglum um útsölur. Neytendur eiga skýlausan rétt á aðgengilegum og réttum verðupplýsingum. Seljendur sem trassa að verðmerkja eða villa um fyrir neytendum með tilhæfulausum fullyrðingum um tilboð og lækkað verð grafa undan verðvitund neytenda.

Hér má sjá þau fyrirtæki sem Neytendastofa hefur sektað vegna brota á fyrrnefndum lögum og reglum frá og með árinu 2021.

2022

Skortur á verðmerkingum

Costco
Forlagið
Graníthöllin
Netbílar
Bílakaup

N1 verslun í Vestmannaeyjum
Flamingó
Tvisturinn
Salka verslun

Villandi tilboð/fyrra verð

Cromwell Rugs

……………………………………………….

2021

Skortur á verðmerkingur

Örninn
Ísblóm-Orkidea
Blómabúðin Dögg
Blómabúð Kringlunnar
18 Rauðar Rósir
Lux veitingar
Kjötkompaníið
Kjötbúðin við Grensásveg
Gulli Arnar bakari
Reykjanesapótek
Apótek Suðurnesja
Lyf og heilsa Keflavík

Villandi tilboð/fyrra verð

100 bílar
Beautyibar
Skanva
trendland.is
Deal Happy