Skildagatíð
Ekki munu öll vera ánægð með jólagjafirnar sínar og fæst hafa lítil not fyrir of stóru peysuna, eða þriðja aukaeintakið af sömu bókinni sem þau fengu. Nú er einmitt sá tími genginn í garð þegar „óæskilegum“ að „misheppnuðum“ jólagjöfum er skilað, og þá vakna spurningar um hvaða lög og reglur gilda um skilarétt á vörum sem ekki eru gallaðar.
Þó svo að engin lög gilda um skilarétt á ógallaðri vöru gera flestar verslanir vel við viðskiptavini sína og taka við vörum gegn útgáfu inneignarnótu eða endurgreiðslu, því eigendurnir vita að ánægðir viskiptavinir er grundvöllur þeirra. Því má segja að komin sé á hefð um að skila megi vörum milli jóla og nýárs, þó fleiri og fleiri verslanir hafi tekið upp mun lengri skilafrest. Neytendasamtökin mælast til þess að verslanir taki við jólagjöfum að minnsta kosti til 15. janúar.