Aðalfundur 2023

Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 28. október í Guðrúnartúni 1. Fundurinn hefst kl. 10:00 og lýkur á hádegi.

Samkvæmt 11. gr. laga samtakanna eiga allir félagsmenn rétt til setu á aðalfundi séu þeir skuldlausir við samtökin viku fyrir aðalfund. Tilkynna þarf um þátttöku föstudaginn 20. október í síðasta lagi. Skráning fer fram í síma 545 1200 eða í gegnum netfangið ns@eldri.ns.is.

Kosning til stjórnar Neytendasamtakanna fer fram dagana 23. – 27. október. Kosningin er rafræn og hefst kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 23. október og lýkur kl. 12:00 föstudaginn 27. október. Niðurstaðan verður tilkynnt á aðalfundi samtakanna, sem fer fram laugardaginn 28. október.

Hvernig kýs ég?

Hér er hlekkur sem vísar þér á kosningakerfið. Þegar þú smellir á hlekkinn er þér vísað áfram á island.is, þar sem þú þarft að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Því næst geturðu greitt atkvæði. Samkvæmt lögum samtakanna hafa þeir félagsmenn rétt til að taka þátt í kjöri til stjórnar sem eru skuldlausir við samtökin viku fyrir aðalfund eða 20. október.

 

Sjö frambjóðendur í sex stjórnarsæti

Í Neytendasamtökunum er tólf manna stjórn, auk formanns. Kosið er um helming stjórnarinnar á hverju ári og um formann annað hvert ár. Kjörtímabil er tvö ár. Ekki er kosið um formann í ár.

Hægt er að skoða frambjóðendurna hér.

Gögn og upplýsingar

Hér að neðan eru fundargögn og frekari upplýsingar fyrir aðalfund Neytendasamtakanna 2023

  1. Ársreikningur Neytendasamtakanna 2022
  2. Frambjóðendur til stjórnar NS 2023-2025
  3. Kjör til stjórnar stendur frá 23. október til hádegis 27. október.
  4. Tillaga að skoðunarmönnum
  5. Tillaga að kjörnefnd
  6.  Dagskrá aðalfundar
  7. Stefnumótun umræðuskjal