Aðalfundur Neytendasamtakanna
Aðalfundur NS nálgast
Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 31. október.
Fundurinn fer fram á Zoom og eru félagsmenn hvattir til að skrá sig með því að senda póst á ns@eldri.ns.is.
Dagskrá
- 10.05- 10.10 – Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
- 10.10 – 10.30 – Skýrsla stjórnar um starfsemi samtakanna og rekstur þeirra á liðnu starfsári.
- 10.30 – 10.50 – Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu og samþykktar. Drög að rekstraráætlun til næstu áramóta og fyrir næsta starfsár skulu og lögð fram.
- 10.50 – 11.00 – Stefnumótun
- 11.00 – 11.05 – Kjör formanns Neytendasamtakanna, að jafnaði annað hvert ár.
- 11.05 – 11.15 – Kjör annarra stjórnarmanna.
- 11.15 – 11.20 – Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara, úr hópi annarra en stjórnarmanna og starfsmanna og kjör þriggja manna kjörnefndar fyrir komandi starfsár.
- Ný stjórn tekur við.
- 11.20 – 11.45 – Önnur mál.