Matarsóun
UMHVERFI OG MATVÆLI > AUKEFNI Í MAT | KOFFÍNDRYKKIR | MATARSÓUN | MERKINGAR | JARÐHEILSUFÆÐI | PLAST | TEXTÍLL
Neytendafréttir tengdar matarsóun
Stór hluti þeirra matvæla sem er ræktaður í heiminum, allt að þriðjungur jafnvel, endar með einum eða öðrum hætti sem úrgangur. Þessi sóun á sér stað á öllum stigum, allt frá uppskeru, framleiðslu, dreifingu, sölu og loks hjá neytendum sjálfum.
Mikil orka er notuð í matvælaframleiðslu sem og vatnsnotkun. Aukin kjöt- og mjólkurneysla í heiminum eykur stöðugt þörfina á nýju ræktunarlandi auk þess sem framleiðsla dýraafurða er mun orkufrekari en ræktun jurtafæðis. Stór hluti ræktunarlands í heiminum, eða þriðjungur er nýttur til ræktunar dýrafóðurs.
Matvælaframleiðsla er langt í frá umhverfisvæn og til mikils að vinna að matarins sé neytt í stað þess að honum sé hent. Á síðunni matarsoun.is má finna ýmis góð ráð.